Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Leikfélag Akureyrar setur upp söngleikinn Chicago

Mynd með færslu
 Mynd: Leikfélag Akureyrar

Leikfélag Akureyrar setur upp söngleikinn Chicago

25.05.2022 - 16:12

Höfundar

Í janúar 2023 frumsýnir Leikfélag Akureyrar söngleikinn Chicago í Samkomuhúsinu.

Síðast sýndur á Íslandi árið 2005

Söngleikurinn hefur aldrei áður verið settur upp í atvinnuleikhúsi á Akureyri en hann hefur einu sinni verið fluttur hér á landi. Sú uppsetning var í Borgarleikhúsinu árið 2005. Marta Nordal leikstýrir verkinu, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson er tónlistarstjóri en Gísli Rúnar Jónsson sá um þýðingu.

Ein langlífasta Broadway-sýning frá upphafi

Chicago söngleikurinn sem unnið hefur til fjölda verðlauna var frumsýndur árið 1975 á Broadway. Uppsetning verksins frá árinu 1996 er enn í gangi, sem gerir hana eina langlífustu Broadway-sýningu frá upphafi. Meðal þeirra sem hafa farið með aðalhlutverk sýningarinnar eru Pamela Anderson, Brooke Shields og Melanie Griffith. Árið 2002 var framleidd samnefnd kvikmynd með Catherinu Zetu Jones, Rene Zellweger og Richard Gere í aðalhlutverkum. Sú kvikmynd vann til fjölda óskarsverðlauna.

Tengdar fréttir

Eyjafjarðarsveit

Freyvangsleikhúsið áfram í Freyvangi

Leiklist

Marta Nordal tekur við Leikfélagi Akureyrar