Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Barnshafandi konu verður ekki vísað úr landi

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Barnshafandi hælisleitanda, sem er gengin átta mánuði á leið, hefur verið forðað frá brottvísun. Konan hafði fengið boð um að flytja ætti hana brott af landi en fékk vottorð frá lækni um að ekki væri forsvaranlegt að senda hana úr landi vegna ástands hennar.

Fjallað er um málið á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar er haft eftir Magnúsi Norðdahl, lögmanni, að tekist hafi að hindra brottvísun konunnar úr landi með læknisvottorðinu, að minnsta kosti í bili. Búið sé að senda gögn um hana til Útlendingastofnunar og lögreglu. 

Konan kemur ekki fram undir nafni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má vænta að nánustu fjölskyldu hennar verði einnig veitt skjól tímabundið.