Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Um 600 skjálftar á Reykjanesi undanfarinn sólarhring

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Kristján Þór Ingvarsso - RÚV
Undanfarinn sólarhring hafa mælst um sex hundruð jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Næsta sólarhring á undan voru þeir nokkuð færri. Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni, er ekkert sérstakt hægt að lesa í þá breytingu enda segir hann að virknin geti verið sveiflukennd.

Skjálftarnir eru langflestir suðvestur af fjallinu Þorbirni við Grindavík en eitthvað norðaustan við það líka. Eftir miðnætti hefur enginn skjálfti mælst í sjálfvirka kerfinu mikið yfir stærðinni tveimur, að sögn Bjarka.