Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Pale Moon – Lemon Street

Mynd: Pale Moon / Pale Moon

Pale Moon – Lemon Street

23.05.2022 - 16:50

Höfundar

Hljómsveitin Pale Moon, sem er skipuð Árna Guðjónssyni og Natalíu Sushchenko, gefur út sína fyrstu breiðskífu, Lemon Street, 1. júní. Platan hefur verið tvö ár í vinnslu og setur punkt við ákveðinn hluta af lífi dúettsins.

Pale Moon er samstarf Árna Guðjónssonar og Natalíu Sushcenko. Árni er uppalinn í Garðabænum og ætlaði sér að verða píanóleikari þegar hann var yngri. Allt breyttist hjá Árna þegar ein af hljómsveitunum sem hann lék með sló í gegn. Það var Of Monsters and Men sem sló í gegn um allan heim með slagaranum Little Talks og platínuplötunni My Head is an animal árið 2011. Þá var Árni aðeins 23 ára. Eftir ágætis tíma með OMAN og nokkur dágóð tónleikaferðalög sagði hann skilið við sveitina því að hann langaði að gera eitthvað annað. Hann hitti Nötu sem var að læra fatahönnun í Barcelona og samdi lög í frístundum. Natalía er alin upp lengst norður í sovéskum námubæ í Síberíu.

Lemon Street inniheldur tíu lög og er eins og fyrr sagði fyrsta plata sveitarinnar í fullri lengd. Plötufyrirtækin Alda Music og AU! Records gefa hana út. Að sögn sveitarinnar fer platan með hlustendur í ferðalag um síbreytilegan hljóðheim sveitarinnar, sem stanslaust þróast, frá melankólískum indíballöðum og geðþekku rokki til gróskumikils popps.

Nafn plötunar er tekið beint eftir götunafni í þorpinu La Mora á Spáni, þar sem þau unnu flest lögin sín. Eftir útgáfu fyrstu smáskífunnar, Dust of Days, ákváðu Árni og Nata að ferðast um strendur Tarragona þar sem þau tóku á leigu gamalt einbýlishús fjarri öllu áreiti og fóru að semja og taka upp.

Plata vikunnar á Rás 2 er plata dúettsins Pale Moon, Lemon Street, sem verður spiluð eftir tíufréttir í kvöld ásamt kynningum þeirra á tilurð laganna.