Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Túlkur Gorbachevs kemur aftur í Höfða eftir 36 ár

22.05.2022 - 19:30
Mynd: Bragi Valgeirsson / RÚV
Pavel Palazhcenko var túlkur fyrir Mikhail Gorbachev, aðalritara Sovétríkjanna sálugu, þegar Gorbachev kom til fundar við Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta í Reykjavík árið 1986. Palazhcenko var hér á landi nýlega, á ráðstefnu um afvopnunarmál, en leiðtogafundurinn snérist einmitt um slík málefni. Hann segir fund leiðtoganna hafa einkennst af góðum vilja, jafnvel þótt árangurinn af fundinum hefði ekki komið í ljós fyrr en síðar.
Björn Malmquist
Fréttastofa RÚV