Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þyrla Gæslunnar fann örmagna göngumenn við Trölladyngju

21.05.2022 - 15:45
Mynd með færslu
 Mynd: Hjalti Haraldsson - RÚV
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur tvívegis verið kölluð út það sem af er degi. Tveir erlendir ferðamenn sem voru á göngu við Trölladyngju norður af Vatnajökli sendu frá sér neyðarkall í gegnum neyðarsendi í dag, þar sem þeir voru örmagna og treystu sér ekki lengra.

Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar ásamt þyrlu Gæslunnar, sem fann göngumennina og flutti til byggða um klukkan tvö.

Á þriðja tímanum barst svo annað útkall vegna göngumanns sem var slasaður í Esjunni. Sjúkraflutningamenn voru komnir á staðinn, en vegna aðstæðna þótti réttast að kalla þyrlu Gæslunnar á staðinn og lenti hún með manninn við Landspítalann á fjórða tímanum.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV