Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur tvívegis verið kölluð út það sem af er degi. Tveir erlendir ferðamenn sem voru á göngu við Trölladyngju norður af Vatnajökli sendu frá sér neyðarkall í gegnum neyðarsendi í dag, þar sem þeir voru örmagna og treystu sér ekki lengra.