Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Sjúklingum fjölgað um sjö á covid-göngudeild

20.05.2022 - 22:54
Mynd með færslu
 Mynd: Ásvaldur Kristjánsson - Landspítali
Sextán eru nú inniliggjandi á covid-göngudeild Landspítalans en þeim hefur fjölgað um sjö frá því á þriðjudag þegar síðustu tölur voru birtar.

Þetta kemur fram í tölulegum upplýsingum Landspítalans sem voru uppfærðar í dag. Í byrjun maí voru tveir inniliggjandi á spítala með covid en þeim hefur fjölgað aftur. 

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í samtali við fréttastofu í gær að enn væri töluvert um smit víða út í samfélaginu. Þó væri það ekkert í líkingu við það sem var þegar faraldurinn stóð sem hæst. Enginn af þeim sextán sem nú liggja inni á spítala er í öndunarvél.