
Upplýsingamiðstöð opnuð aftur á Akureyri
Mikil þörf fyrir upplýsingamiðstöð
Akureyrarbær lagði starfsemina niður eftir að ríkið hætti stuðningi við rekstur upplýsingamiðstöðva á Íslandi, auk þess sem heimsfaraldurinn hafði áhrif. Í ljós hefur þó komið að enn sé eftirspurn eftir þjónustunni og því tímabært að hefja starfsemina á ný.
Gert ráð fyrir tveimur stöðugildum í fyrstu
Verkefnið verður samstarf milli Hafnarsamlags Norðurlands, Akureyrarbæjar, Menningarfélags Akureyrar og Kistunnar í Hofi þar sem allir aðilar leggja eitthvað til. Aðal hindrun verkefnisins segir Þórgnýr þó að finna starfsfólk þar sem eftirspurn eftir starfsfólki í ferðaþjónustu er mikil. Ráðning starfsmanna verður á vegum Menningarfélagsins en í fyrstu gert er ráð fyrir tveimur stöðugildum.
Aukin tækni í bland við mannleg samskipti
Þórgnýr segir að horft verði til aukinnar tækni í framtíðinni en erfitt sé að segja til um hvernig það verði útfært. Í öðrum löndum hafi verið settar á fót upplýsingamiðstöðvar þar sem áherslan sé bæði lögð á mannleg samskipti og tækni sem reynst hefur vel. Markmiðið núna segir Þórgnýr að finna fólk í starfið, ásamt að vinna markvisst að því að bæta heimasíðuna visitakureyri.is sem á að veita ferðamönnum upplýsingar um svæðið.