Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Landris nemur fjórum sentimetrum í kringum Svartsengi

Mynd með færslu
 Mynd: Magnús Lyngdal Magnússon
Fjögurra sentimetra landris mælist í kringum Svartsengi.

Landris í kringum Svartsengi á Reykjanesskaga frá 7. til 19. maí nemur 2 til 2,5 sentimetrum samkvæmt gervitunglamynd sem Veðurstofan birti í dag. Frá 21. apríl hefur land risið um fjóra sentimetra.

Kvikuinnskotið sem veldur risinu er á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. Innskotið teygir sig á því dýpi vestur fyrir Þorbjörn og undir Svartsengi og er sjö til átta kílómetra langt. Engin merki eru um gosóróa. Meira en sex hundruð skjálftar mælast á sólarhring.

Íbúafundur hefst í Grindavík klukkan hálfátta í íþróttahúsinu.