Mynd: Einar Rafnsson - RUV

Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.
Áhugaverð og óvenjuleg skjálftavirkni undan Jökli
18.05.2022 - 00:20
Óvenjuleg og áhugaverð skjálftavirkni hefur greinst í hafinu vesturundan Snæfellsjökli. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, vekur athygli á þessu á Twitter.
Interesting seismicity west of Snæfellsjökull last week! While we monitor Reykjanes Peninsula closely it is also important not to loose sight of other ongoing activity. As far as we know, we have never recorded earthquakes in this area before!https://t.co/mSoumLSb7p pic.twitter.com/FSogMyLFiQ
— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) May 17, 2022
Kristín segir að þótt Veðurstofan fylgist grannt með jarðhræringum á Reykjanesskaga sé áríðandi að missa ekki sjónar á öðrum hreyfingum í jarðskorpunni. Jafnframt segir hún menn ekki minnast þess að jarðhræringar hafi orðið á þessum slóðum áður.