
Vara við fæðubótarefnum við ristruflunum og þyngdartapi
Vörurnar fáist aðeins í netverslun eða á samfélagsmiðlum og þær sagðar náttúrulegar.
Matvælastofnun segir að efnagreining leiði síðan oft í ljós að virk lyfjaefni leynist í fæðubótarefnunum án þess að þeirra sé getið í innihaldslýsingu. Þessi virku lyfjaefni séu í lyfseðilsskyldum lyfjum eigi aldrei að nota nema í samráði við lækni þar sem þau geti verið skaðleg heilsu séu þau ekki notuð á réttan hátt.
Lyfseðilsskyld efni
Virku lyfjaefnin séu oftast tadalafil og sildenafil í fæðubótarefnum sem markaðssett eru sem kynörvandi eða sem lausn eða hjálp við ristruflun. Þessi efni sé að finna í lyfseðilsskyldum lyfjum sem ætluð séu til meðferðar við ristruflunum hjá fullorðnum karlmönnum. Síbútramín sé algengasta efnið sem finnist í vörum markaðsettum sem hjálp við að léttast. Efnið hafi veirð afturkallað af markaði í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar árið 2010 vegna alvarlegra aukaverkana, sem einkum tengdust hjarta- og æðakerfi.
Matvælastofnun hvetur neytendur til þess að vera á varðbergi gagnvart slíkum vörum, sem seldar eru á netinu eða á samfélagsmiðlum og vera gagnrýnin á loforð um kraftaverkaárangur.