Fulltrúar B-lista Framsóknarflokks og félagshyggju og D-lista Sjálfstæðisflokks hafa ákveðið að taka upp viðræður um myndun meirihluta í Norðurþingi.
Greint er frá þessum áformum í fréttatilkynningu. Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum fékk B-listinn 31,6% atkvæða og þrjá menn kjörna og D-listinn 23,9% og tvo menn kjörna. Alls eru níu fulltrúar í sveitarstjórn Norðurþings.
Á síðasta kjörtímabili mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð og óháðir og Samfylkingin og annað félagshyggjufólk meirihluta í Norðurþingi.