Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Óformlegar viðræður á milli D- og B-lista í Fjarðabyggð

15.05.2022 - 12:48
Mynd með færslu
 Mynd: Reyðarfjörður - RÚV/Rúnar Snær Reynisson
Sjálfstæðisflokkurinn var sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Fjarðabyggð í gær, fékk mest fylgi og fjóra menn kjörna. Framsókn bætti líka við sig manni og fékk þrjá en Fjarðalistinn missir helming af sínu fylgi og fékk tvo menn kjörna. VG sem er nýtt framboð í Fjarðabyggð náði ekki inn manni.

Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð, segir í samtali við fréttastofu að sjálfstæðismenn og Framsókn ætli að hittast í dag og eiga óformlegar viðræður um grundvöll fyrr meirihlutasamstarfi og möguleika á formlegum viðræðum.

Hann hafi tilkynnt Fjarðalistanum að Sjálfstæðismenn vilji ræða fyrst við Framsókn. Á síðasta kjörtímabili voru Framsókn og Fjarðalisti saman í meirihluta og sá meirihluti hélt velli en óvissa er um áframhaldandi samstarf.

Stefán Þór Eysteinsson, oddviti Fjarðalistans, segir að hann og Jón Björn Hákonarson, oddiviti Framsóknar, hafi farið yfir útslitin í símtali í dag og ætli að ræðast aftur við í síma síðar í dag en enginn fundur hafi verið ákveðinn. 

Ekki náðist í Jón Björn Hákonarson, oddvita Framsóknar, við vinnslu fréttarinnar.

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV