
Óformlegar viðræður á milli D- og B-lista í Fjarðabyggð
Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð, segir í samtali við fréttastofu að sjálfstæðismenn og Framsókn ætli að hittast í dag og eiga óformlegar viðræður um grundvöll fyrr meirihlutasamstarfi og möguleika á formlegum viðræðum.
Hann hafi tilkynnt Fjarðalistanum að Sjálfstæðismenn vilji ræða fyrst við Framsókn. Á síðasta kjörtímabili voru Framsókn og Fjarðalisti saman í meirihluta og sá meirihluti hélt velli en óvissa er um áframhaldandi samstarf.
Stefán Þór Eysteinsson, oddviti Fjarðalistans, segir að hann og Jón Björn Hákonarson, oddiviti Framsóknar, hafi farið yfir útslitin í símtali í dag og ætli að ræðast aftur við í síma síðar í dag en enginn fundur hafi verið ákveðinn.
Ekki náðist í Jón Björn Hákonarson, oddvita Framsóknar, við vinnslu fréttarinnar.