Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Úkraína sigurvegari Eurovision 

Mynd: EPA-EFE / ANSA

Úkraína sigurvegari Eurovision 

14.05.2022 - 23:07

Höfundar

Kalush Orchestra frá Úkraínu bar sigur úr býtum í Eurovision í kvöld með laginu Stefania. Úkraína fékk alls 631 stig. Þetta er í þriðja sinn sem Úkraína vinnur keppnina, fyrst árið 2004, þá 2016 og svo nú árið 2022.  

Kalush Orchestra hafði verið spáð sigri í keppninni víða og því mátti búast við að Úkraína yrði ofarlega í ár. Spennan yfir stigagjöfinni var þó æsileg og úrslitin réðust aðeins á síðustu stundu. 

Framlag Íslands, Með Hækkandi Sól, í flutningi Systranna endaði í 23. sæti af 25 atriðum alls. Miðað við það rysjótta gengi sem Íslandi var spáð mega Systurnar vera stoltar af gengi sínu, en Íslandi var alla jafna ekki spáð upp úr undanriðlinum fyrr í vikunni. 

Þrátt fyrir spennandi stigagjöf var sigur Úkraínu afgerandi. Úkraína fékk 631 stig eins og fyrr segir, 192 frá dómnefndum og 439 úr símakosningu. Bretland endaði í öðru sæti með 466 stig og Spánverjar komu þar á eftir með 459 stig. 

Úrslit Eurovision 2022 í heild sinni voru eftifarandi:

1. Úkraína, 631 stig
2. Bretland, 466 stig
3. Spánn, 459 stig
4. Svíþjóð, 438 stig
5. Serbía, 312 stig
6. Ítalía, 268 stig
7. Moldavía, 253 stig
8. Grikkland, 215
9. Portúgal, 207 stig
10. Noregur, 207 stig
11. Holland, 171 stig
12. Pólland, 151 stig
13. Eistland, 141 stig
14. Litháen, 128 stig
15. Ástralía, 125 stig
16. Aserbaídsjan, 106 stig
17. Sviss, 78 stig
18. Rúmenía, 65 stig
19. Belgía, 64 stig
20. Armenía, 61 stig
21. Finnland, 38 stig
22. Tékkland, 38 stig
23. Ísland20 stig
24. Frakkland, 17 stig
25. Þýskaland, 6 stig

Áður sagði að Úkraína hefði unnið keppnina árin 2003 og 2014. Þau rangmæli hafa nú verið leiðrétt.