Öryggisráðið fordæmir dráp Abu Akleh og vill rannsókn

epa09940328 Colleagues react as the body of veteran Al-Jazeera journalist Shireen Abu Akleh is brought to the offices of the news channel in the West Bank city of Ramallah, 11 May 2022. Al-Jazeera said Abu Akleh, 51, a prominent figure in the channel's Arabic news service was shot dead by Israeli troops early on 11 May 2022 as she covered a raid on Jenin refugee camp in the occupied West Bank. Israeli Prime Minister Naftali Bennett said it was 'likely' that Palestinian gunfire killed her.  EPA-EFE/ABBAS MOMANI / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstudag yfirlýsingu þar sem ráðið fordæmdir drápið á hinni palestínsk-bandarísku fréttakonu Shireen Abu Akleh einum rómi. Til átaka kom við útför hennar þegar lögregla réðst gegn syrgjendum.

Abu Akleh var þaulreynd fréttakona Al Jazeera sem var að fylgjast með aðgerðum Ísraelshers á Vesturbakkanum í Palestínu þegar hún var skotin í höfuðið.

Í yfirlýsingu Öryggisráðsins er dráp Abu Akleh fordæmt og kallað eftir „tafarlausri, ítarlegri, gagnsærri og hlutlausri rannsókn á drápi hennar,“  samkvæmt frétt AFP. Óvenjulegt er að slík samstaða náist í Öryggisráðinu um nokkurt mál sem tengist Ísrael og Palestínu.

Lögregla gagnrýnd fyrir harkalegar aðfarir

Útför Abu Akleh fór fram á föstudag og hafði fjöldi syrgjenda safnast saman við St. Jósefs-sjúkrahúsið í Austur-Jerúsalem. Skömmu eftir að lík hennar var borið þaðan út réðst ísraelska lögreglan af mikilli hörku gegn syrgjendum, sem margir héldu palestínska fánanum á lofti, en það er bannað samkvæmt ísraelskum lögum.

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er „afar sleginn“ vegna ofbeldisins sem braust út, átaka ísraelsku lögreglunnar og Palestínumanna „og framgöngu sumra lögreglumanna á vettvangi,“ sagði Farhan Haq, talsmaður Guterres.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjastjórn hafa „miklar áhyggjur“ af afskiptum lögreglu af útför Abu Akleh. „Allar fjölskyldur eiga rétt á að leggja ástvini sína til hinstu hvílu með virðingu og afskiptalaust,“ sagði Blinken í yfirlýsingu sinni.