Minni kjörsókn á Akureyri en í kosningunum 2018

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Heldur færri hafa kosið á Akureyri nú, en á sama tíma í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Kjörsóknin hefur þó aukist eftir því sem liðið hefur á daginn.

Á kjörskrá í Akureyrarbæ eru 14.688. Á hádegi höfðu 1.331 kosið, eða 9,26 prósent. Til samanburðar var 10,02 prósent kjörsókn á saman tíma í sveitarstjórnarkosningunum 2018.

Klukkan 13 höfðu 2.116 kosið á Akureyri. Það eru 14,72 prósent af þeim sem eru á kjörskrá, Á sama tíma 2018 var hlutfallið 15 prósent.

Kjördeildinni í Grímsey var lokað klukkan 12 og þar kusu 24. Kjörgögnin þaðan verða flutt sjóleiðina til Dalvíkur. Það á einnig við um kjörgögnin frá Hrísey. Kjörkassarnir frá þessum kjördeildum verða svo fluttir samtímis með bíl á talningarstað á Akureyri.

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV