Hádegisfréttir: Kjörsókn í fer vel af stað

14.05.2022 - 12:09
Kjörsókn í Reykjavík í sveitarstjórnakosningunum fer vel af stað miðað við fyrstu tölur. Formaður yfirkjörstjórnar þakkar veðurguðunum meðal annars fyrir góða mætingu kjósenda. Í nágrannasveitarfélögum fara kosningar einnig vel af stað.

Rússar hættu að flytja rafmagn til Finnlands í nótt, sem talið er að sé svar við væntanlegri aðildarumsókn Finnlands að Atlantshafsbandalaginu. Yfirmaður njósnamála í Úkraínu spáir því að stríðinu þar ljúki fyrir lok þessa árs.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallar eftir hlutlausri og ítarlegri rannsókn á morðinu á fréttakonu Al Jazeera á vesturbakkanum á miðvikudag. Allir fulltrúar þess sameinuðust um að fordæma morðið.

Níu hundruð skjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðan í gær, þar af fjögur hundruð í dag. Þensla mælist bæði við Þorbjörn og Fagradalsfjall. 

Valur og Breiðablik skutust í efsta sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta í gærkvöldi. Selfoss getur endurheimt toppsætið síðar í dag.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV