
Bæjarlisti stærstur og Flokkur fólksins fær gott start
Samfylkingin tapar og fær 10,3 prósent og einn fulltrúa. 8,8 prósent Miðflokks og 6,6 prósent Vinstri-grænna skila hvorum flokki einum fulltrúa í bæjarstjórn. Kattaframboðið með 3,7 prósent og Píratar með 2,1 prósent komast ekki inn í bæjarstjórn.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar, sagði niðurstöðu flokksins virkilega ánægjulega en Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagðist bíða seinni talna í nótt og vonast til að fylgi flokksins verði meira en þetta. Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti Bæjarlistans, sagðist vera mjög þakklátur og auðmjúkur. „Við erum bjartsýn.“
Aðrir lýstu minni ánægju. „Okkar kettir koma seint inn,“ sagði Ásgeir Ólafsson Lie, annar maður á lista Kattaframboðsins. „Ég er grjóthörð á því að ég er Ástþór Magnússon norðursins,“ sagði Hrafndís Bára Einarsdóttir, oddviti Pírata, og sagðist komast að á endanum.