Í dag ganga Akureyringar, eins og íbúar annarra sveitarfélaga, til sveitarstjórnarkosninga. Þeim íbúum sem fréttastofa ræddi við gekk nokkuð vel að gera upp hug sinn er inn í kjörklefann var komið. Sumum þeirra hefur þó þótt kosningabaráttan litlaus og átt erfitt að nálgast upplýsingar um framboðin.
Klukkan 13 höfðu 2.116 manns mætt á kjörstaði á Akureyri. Þetta er 14,72% af þeim sem eru á kjörskrá í bænum. Á sama tíma í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018 var hlutfallið 15%.
Ágúst Ólafsson ræddi við kjósendur fyrir utan kjörstað á Akureyri.