Aftur vann Liverpool Chelsea í vítaspyrnukeppni

epa09947275 Konstantinos Tsimikas (2-L) of Liverpool and teammates celebrate after winning the English FA Cup final between Chelsea FC and Liverpool FC at Wembley in London, Britain, 14 May 2022.  EPA-EFE/NEIL HALL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Aftur vann Liverpool Chelsea í vítaspyrnukeppni

14.05.2022 - 18:48
Liverpool er enskur bikarmeistari í knattspyrnu eftir sigur gegn Chelsea í leik sem að endaði í vítaspyrnukeppni. Liverpool er þar með bæði enskur bikarmeistari og enskur deildarbikarmeistari og vonin um fernuna lifir enn.

Liverpool vann bikarinn síðast árið 2006, fyrir sextán árum, en Chelsea fyrir fjórum árum, árið 2018. Liðin mættust í baráttu um bikar í febrúar þegar þau léku í úrslitum enska deildarbikarsins. Þá lauk leiknum með 0-0 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og 22 vítaspyrnur þurfti til að ná fram úrslitum. Þá var það markvörður Chelsea, Kepa Arrizabalaga, sem reyndist skúrkurinn þegar honum tókst ekki að skora úr ellefta víti Chelsea og Liverpool hampaði bikarnum. 

Liverpool varð fyrir talsverðu áfalli eftir rúmlega hálftíma leik þegar Mohamed Salah þurfti að fara af velli vegna meiðsla en Diogo Jota kom inná í hans stað. Bæði lið fengu haug af færum í leiknum en aldrei tókst þeim hins vegar að koma boltanum í netið og því þurfti að framlengja. Ekki gekk betur að koma boltanum í markið þar. 0-0 var staðan eftir framlengingu og því tók við vítaspyrnukeppni. 

Bæði lið skoruðu úr fyrstu spyrnunum en fyrirliði Chelsea, Cesar Azpilicueta, setti boltann í stöngina þegar hann tók aðra spyrnu Chelsea. Jorginho tók fimmtu spyrnu Chelsea og gat fært sínum mönnum líflínu með því að skora. Það gerði hann og staðan jöfn, 4-4. Sadio Mané tók fimmtu spyrnu Liverpool og gat með marki tryggt sigurinn fyrir sína menn. Edouard Mendy varði hins vegar frá honum og bráðabani því næstur á dagskrá. Mason Mount var sjöundi á punktinn fyrir Chelsea en Alison varði frá honum og þá var það undir Grikkjanum Konstantinos Tsimikas komið að skora fyrir Liverpool. Það gerði hann og Liverpool er því enskur bikarmeistari í fyrsta sinn síðan árið 2006.

Liðið er handhafi beggja bikartitlana á Englandi og getur enn unnið fernuna svo kölluðu þar sem það á enn möguleika á að verða bæði enskur deildarmeistari og evrópskur meistari.