
Mjótt á muninum í fylgiskönnun Maskínu
D-listinn tapar fylgi upp á 1,3% frá því í síðustu mælingu Maskínu sem fór fram 11. maí. Fylgi Samfylkingar helst stöðugt frá því í síðustu mælingu.
Framsóknarflokkur og Píratar mælast með 14,6% og 14,5% fylgi. Framsókn bætir við sig 3,3 prósentustigum frá síðustu mælingu og Píratar bæta við sig 1,2 prósentustigum. Raungerist fylgi Framsóknarflokksins í kosningunum á morgun bætir flokkurinn við sig fylgi á við 11,4%, en B-listinn hlaut 3,2% atkvæða árið 2018.
6,5% þátttakenda segjast ætla að kjósa Flokk fólksins og 6,3% Sósíalistaflokkinn. Viðreisn mælist með 5,4% fylgi, Vinstri græn með 4,2% og Miðflokkur með 3,5% fylgi. Flokkur fólksins bætir við sig 1,5 prósentustigum á milli mælinga og Viðreisn tapar rúmum tveimur prósentustigum.
Y-listi Ábyrgrar framtíðar fær 1,2% fylgi í könnuninni og E-listi Reykjavíkur, bestu borgarinnar mælist með 0,6% fylgi.