Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Minnst ellefu drukknuðu skammt frá Púertó Ríkó

epa07891730 The wreath of flowers launched by the coast guard boat during the ceremony commemorating the 366 migrants who died in a shipwreck in the Mediterranean Sea off Lampedusa, Sicily, Italy, 03 October 2019. At least 366 people died in the October 3, 2013, accident, provoking international outrage and prompting Italy to launch Mare Nostrum, a search-and-rescue mission designed to prevent more tragedies at sea.  EPA-EFE/PASQUALE CLAUDIO MONTANA LAMPO
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Minnst ellefu manns fórust þegar bát þeirra hvolfdi skammt undan ströndum Púertó Ríkó síðdegis á fimmtudag. Ekki er vitað hversu mörg voru um borð, en bandaríska strandgæslan bjargaði rúmlega þrjátíu úr sjónum; 20 körlum og ellefu konum, og hefur fundið ellefu lík til þessa.

AFP-fréttastofan hefur eftir talsmanni Toll- og landamæragæslu Bandaríkjanna að bátnum hafi hvolft um 10 sjómílum frá óbyggðri eyju á bandarísku yfirráðasvæði milli Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldisins. Sagði hann flest þeirra sem bjargað var koma frá Haítí og Dóminíska lýðveldinu, og að leit verði haldið áfram.

Í tilkynningu strandgæslunnar fyrr um kvöldið kom fram að grunur leiki á að báturinn sem fórst hafi „tekið þátt í ólöglegum leiðangri.“