Um sex milljónir hafa flúið frá Úkraínu eftir að her rússneskra stjórnvalda réðst inn í landið í lok febrúar. Mikill meirihluti þeirra eru konur og börn. Á meðan flestir vilja rétta fólki í neyð hjálparhönd sjá aðrir sér leik á borði og nýta sér neyð annarra.
„Við komumst að því að leit á netinu að úkraínskum konum, úkraínsku klámi og úkraínskri fylgdarþjónustu jókst gríðarlega á fyrstu vikunum eftir að stríðið braust út og hefur haldist þar síðan. Og þegar ég segir gríðarlega, þá meina ég um 200-600%.“ segir Valiant Richie.