Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Gazprom skrúfar fyrir stóra gasleiðslu til Evrópu

epa02415098 View of the natural gas dewatering facility of the Gas Transmission Operator Gaz-System SA in Mackowice, Poland, 27 October 2010. Poland's pipeline operator Gaz-System SA said on October 26 it signed a deal to take over the management of the Yamal natural gas pipeline from EuRoPol Gaz SA, a joint venture of OAO Gazprom of Russia and Poland's Polskie Gornictwo Naftowe i Gazownictwo SA.  EPA/DAREK DELMANOWICZ POLAND OUT
Yamal-Europe gasleiðslan milli Rússlands og Póllands liggur um Hvíta-Rússland. Mynd: EPA - PAP
Rússneska orkufyrirtækið Gazprom tilkynnti í gær að það gæti ekki lengur flutt gas til viðskiptavina sinna í Evrópu í gegnum Yamal-gasleiðsluna, sem liggur í gegnum Pólland. Nýinnleiddar refsiaðgerðir og viðskiptabann gegn fyrirtækinu sem á og rekur pólska hluta gasleiðslunnar valda þessu.

„Bann við viðskiptum og greiðslum til fyrirtækja sem sæta viðskiptabanni hefur tekið gildi,“ segir í tilkynningu Gazprom. „Þetta þýðir að Gazprom er óheimilt að nota gasleiðslu í eigu EuRoPol GAZ til að flytja rússneskt gas í gegnum Pólland.“

Segja þetta litlu breyta

Hvort tveggja orkumálastofnun Þýskalands og pólsk stjórnvöld segja þetta litlu breyta. Þjóðverjar eru enn á meðal stærstu viðskiptavina Gazprom, þrátt fyrir víðtækar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og rússneskum fyrirtækjum.

Talsmaður þýsku orkumálastofnunarinnar segir lokun Yamal-leiðslunnar þó ekki ógna orkuöryggi í landinu, þar sem lítið gas hafi verið flutt til Þýskalands um hana vikum saman. Meirihlutinn hafi farið til pólskra orkufyrirtækja.

Anna Moskwa, ráðherra loftslagsmála í pólsku ríkisstjórninni, fullyrðir að Pólland komist ágætlega af án gassins sem farið hefur um þessa tilteknu leiðslu.