
Flestir vilja Dag sem borgarstjóra
15,1% þátttakenda Maskínukönnunarinnar vilja sjá Einar Þorsteinsson sem borgarstjóra í Reykjavík, en Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista og Dóra Björk Guðjónsdóttir pírati koma næst á eftir, með 10,8% og 10,0%.
6,2% svarenda vilja að næsti borgarstjóri verði oddviti Viðreisnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, og 5,4% vilja sjá Kolbrúnu Baldursdóttir í embættinu. Líf Magneudóttir hjá VG og Ómar Már Jónsson miðflokksmaður njóta tvö prósent fylgis.
Innan við 1 prósent vilja sjá Jóhannes Loftsson og Gunnar H. Gunnarsson í borgarstjórastóli.
Dagur er vinsælastur hjá aldurshópnum 60 ára og eldri, og Hildur höfðar helst til þátttakenda á aldrinum 50 - 59 ára. Einar Þorsteinsson er einna vinsælastur á meðal þátttakenda á aldrinum 40 - 60 ára en hjá yngsta aldurshópnum, 18 - 29 ára, eru Sanna Magdalena, Dóra Björt og Þórdís Lóa vinsælastar.
Þegar kemur að einstökum málefnum treysta flestir Sjálfstæðisflokknum til að sinna fjármálum í borginni, en fleiri treysta Samfylkingunni til að sinna samgöngu-, skóla-, og skipulagsmálum. Þá treysta flestir Vinstri Grænum til að sinna umhverfismálum í borginni.