Fjörugar umræður og þreifingar um myndun meirihluta

Mynd: Ragnar Visage / RÚV
Oddvitar allra framboða í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar mættust í beinni útsendingu í sjónvarpssal í kvöld. Umræðurnar voru mjög líflegar og það var tekist á um helstu ágreiningsmálin. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups er meirihlutinn fallinn og oddvitarnir voru greinilega farnir að gera ráð fyrir þeim möguleika. Töluvert var rætt um myndun meirihluta í þættinum og hvaða flokkar gætu komið að meirihlutasamstarfi að loknum kosningum.