Vill hjálp við að senda Systrunum skilaboð

Mynd með færslu
 Mynd: Gísli Berg - RÚV

Vill hjálp við að senda Systrunum skilaboð

12.05.2022 - 16:59

Höfundar

Ellen Kristjánsdóttir, söngkona og móðir Siggu, Betu, Elínar og Eyþórs Inga Eyþórsbarna, sem keppa fyrir Íslands hönd í úrslitum Eurovision á laugardag, vill aðstoð Íslendinga við að senda þeim hvatningarkveðju.

Á Facebook-síðu sinni leggur Ellen til að fólk geri hjarta úr báðum höndum, eins og Systurnar gerðu eftir flutninginn á stóra sviðinu á þriðjudag, taka síðan af því mynd og birta á samfélagsmiðlum.

Ellen stingur einnig upp á að klæðast litríkum fötum til að sýna Systrunum samstöðu. Í því sambandi segir Ellen að grænn sé happalitur fjölskyldunnar og að myndir af fólki í grænu muni senda sérstaklega hlýja strauma til Tórínó.

„Það er lukkuliturinn fyrir hópinn okkar úti og alheimsfrið," segir Ellen á Facebook um græna litinn. 

Spennan magnast

Í kvöld kemur í ljós hvaða lög það verða sem Ísland etur kappi við í úrslitum Eurovision á laugardag. Síðari undanriðillinn er þétt skipaður af frábærum framlögum og spennan fyrir kvöldinu er sögð vera ærandi, að því er fréttamenn RÚV í Tórínó greina frá. 

Í fréttinni hér að neðan er spáð í spilin fyrir kvöldið. Bein útsending frá seinna undankvöldi Eurovision hefst svo á RÚV klukkan 19:00! 

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Þetta lag er allt sem ég elska við Eurovision“