Framkonur voru öflugri fyrstu mínúturnar og komust í 4-1. Áfram voru Framkonur skrefi framar það sem eftir lifði seinni hálfleik og munurinn var enn þrjú mörk í hálfleik, 15-12 Frömurum í vil. Framarar héldu áfram að auka við muninn í upphafi seinni hálfleiksins og voru komnar sex mörkum yfir þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Þegar um sjö mínútur voru eftir fór Marta Wawrzynkowska að verja eins og berserkur í marki ÍBV. Eyjakonum tókst hins vegar ekki að skora mörk í sókninni á móti og Fram sigldi þriggja marka sigri í hús, 27-24.
Fram er því komið í úrslitin um Íslandsmótið þar sem liðið mætir annað hvort Val eða KA/Þór en Valur komst í 2-1 í því einvígi í kvöld þegar liðin mættust á Hlíðarenda.
Norðankonur byrjuðu mun betur og voru komnar sex mörkum yfir eftir fimm mínútna leik 1-7. Valskonur tóku þá við sér og jafnt og þétt minnkuðu þær muninn einu marki munaði í hálfleik 13-14 KA/Þór í vil. Norðankonur voru skrefi framan áfram fyrri hluta seinni hálfleiks en þegar stundarfjórðungur lifði leiks hafði Valur jafnað metin þegar Lovísa Thompson skoraði úr hraðaupphlaup 21-21. Þá höfðu Valskonur snúið leiknum sér í hag, komust yfir í kjölfarið og röðuðu inn mörkunum. Valur hafði fimm marka forystu þegar fimm mínútur lifðu leiks, og unnu að lokum öruggan fjögurra marka sigur 30-26.
Markahæstar í liði Vals voru Hildigunnur Einarsdóttir og Auður Ester Gestsdóttir með 6 mörk hvor en Andrea Gunnlaugsdóttir átti stórleik í marki Vals með 18 varin af 35 skotum sem hún fékk á sig eða með 51,4% markvörslu. Hjá KA/Þór gerðu Rut Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir 5 mörk hvor. Liðin mætast næst á laugardaginn fyrir Norðan.