Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Helmingslíkur á að hlýnun jarðar fari yfir 1,5 gráður

epa01690135 Illustration from NASA released 05 April 2009 shows the maximum sea ice extent for 2008-09, which occurred on 28 February 2009. Scientists who track Arctic sea ice cover from space said that this winter had the fifth lowest maximum ice extent on record. The six lowest maximum events since satellite monitoring began in 1979 have all occurred in the past six years (2004-2009). New evidence from satellite observations also shows that the ice cap is thinning as well. In recent years, Arctic sea ice has been declining at a surprising rate.  EPA/NASA HANDOUT  EDITORIAL USE ONLY/
 Mynd: EPA
Það eru helmingslíkur á því að hitastig á jörðinni fari tímabundið yfir 1,5 gráðu markmið Parísar sáttmálans, samkvæmt nýjum mælingum alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar.

Í París 2015 settu þjóðleiðtogar sér markmið að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á celcius, ef horft væri til meðal hitastigs eftir iðnbyltingu, og eftir fremsta megni átti að reyna að halda hlýnun undir 1,5 gráðu.

Alþjóðaveðurfræðistofnunin telur nú það séu helmingslíkur á því að hlýnunin verði umfram 1,5 gráðu, að minnsta kosti tímabundið á tímabilinu frá 2022 til 2026. Líkurnar aukist þó eftir því sem fram líður.

Eitt af næstu árum verði það heitasta frá upphafi

Stofnunin telur nær öruggt af eitt af þessum árum verði það heitasta síðan mælingar hófust. Þessi þróun, verði ekkert að gert, muni hafa í för með sér enn frekari öfga í veðurfari, hraðari hækkun yfirborðs sjávar, bráðnun jökla og súrnun sjávar. Stofnunin kallar eftir auknum aðgerðum í loftslagsmálum, án tafar.