
Helmingslíkur á að hlýnun jarðar fari yfir 1,5 gráður
Í París 2015 settu þjóðleiðtogar sér markmið að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á celcius, ef horft væri til meðal hitastigs eftir iðnbyltingu, og eftir fremsta megni átti að reyna að halda hlýnun undir 1,5 gráðu.
Alþjóðaveðurfræðistofnunin telur nú það séu helmingslíkur á því að hlýnunin verði umfram 1,5 gráðu, að minnsta kosti tímabundið á tímabilinu frá 2022 til 2026. Líkurnar aukist þó eftir því sem fram líður.
The odds of at least one of the next 5 years temporarily reaching the #ParisAgreement threshold of 1.5°C have increased to 50:50. In 2015 the chance was zero.
Very likely (93%) that one year from 2022-2026 will be warmest on record: WMO and @metoffice update.#ClimateChange pic.twitter.com/UVj0QNoxef
— World Meteorological Organization (@WMO) May 9, 2022
Eitt af næstu árum verði það heitasta frá upphafi
Stofnunin telur nær öruggt af eitt af þessum árum verði það heitasta síðan mælingar hófust. Þessi þróun, verði ekkert að gert, muni hafa í för með sér enn frekari öfga í veðurfari, hraðari hækkun yfirborðs sjávar, bráðnun jökla og súrnun sjávar. Stofnunin kallar eftir auknum aðgerðum í loftslagsmálum, án tafar.