Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Besta borgin fundar um undirskriftamálið

Mynd með færslu
 Mynd: Reykjavík Besta borgin
Frambjóðendur og starfsfólk E-listans, Reykjavík; Besta borgin, sitja nú á fundi til að ræða ásakanir Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi alþingismanns, um að undirskrift hennar hafi verið fölsuð á pappírum þar sem frambjóðandi veitir samþykki sitt fyrir því að vera á framboðslista. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Gunnari H. Gunnarssyni, oddvita listans, í dag.

Örn Sigurðsson, sem skipar annað sæti, segir í samtali við fréttastofu að flokkurinn hafi verið í góðri trú og hafi leitað til yfirkjörstjórnar í gær um leið og hann heyrði af málinu. Örn segist ekki vita hvernig eða hver sé ábyrgur fyrir undirskriftinni. Þá segist hann ekki vita fyrir víst að undirskriftin sé fölsuð. Engin starfsmaður framboðsins liggi undir grun um fölsun.