Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Líkir Rússlandi við Þriðja ríkið í Þýskalandi

epa09931146 Russian Sukhoi Su-25 close air support jets fly over the Kremlin during the Victory Day military parade general rehearsal in the Red Square in Moscow, Russia, 07 May 2022. The Victory Day military parade will take place 09 May 2022 in the Red Square to mark the victory of the Soviet Union over Nazi Germany in World War II.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Varnarmálaráðherra Bretlands segir framferði Rússlandsstjórnar undir handarjaðri Vladimírs Pútín forseta líkjast athæfi nasistastjórnarinnar sem réði ríkjum í Þýskalandi frá 1933 til 1945. Þetta er meðal þess sem ráðherrann hyggst koma á framfæri í ávarpi á morgun mánudag.

Rússar minnast þess á morgun að 77 ár verða liðin frá sigrinum á þriðja ríki nasista. Mikil hersýning verður í Moskvu í tilefni dagsins.

Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands mun láta framangreind orð falla í ræðu á morgun að sögn breskra fjölmiðla sem hafa eintak af ræðu hans undir höndum. Jafnframt mun hann segja að örlög Pútíns og helstu samverkamanna hans verði þau sömu og nasistanna.

Þeir biðu ósigur í stríðinu og helstu framámenn hlutu þunga dóma fyrir athæfi sitt, við stríðsréttarhöld í Nürnberg. Wallace mun segja að þannig fari einnig fyrir Pútín sem hafi gert sömu mistök og einræðisherrar síðustu aldar.

Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir að Rússar muni hafa ósigur líkt og hið illa hafi alltaf gert. Hann lét þau orð falla í ávarpi sínu í kvöld auk þess sem hann sagði að nær væri fyrir Rússa að fagna friði líkt og allt eðlilegt fólk gerði. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV