Beta auglýsir eftir löngu týndum draumaprins

Mynd: EBU / EBU

Beta auglýsir eftir löngu týndum draumaprins

09.05.2022 - 15:37

Höfundar

Systirin Beta, Elísabet Eyþórsdóttir, auglýsir eftir löngu týndum draumaprinsi frá Ítalíu. Beta og ítalski sjarmörinn áttu fallegt en nokkuð endasleppt stefnumót fyrir þónokkrum árum.

Systur hafa rætt við tugi fjölmiðlafólks á síðustu dögum hér í Tórínó. Í viðtali við ítalska ríkissjónvarpið Rai, sem heldur einmitt keppnina í ár, brá Beta á það ráð að auglýsa eftir strák, sem hún varði degi með í Flórens fyrir þónokkuð mörgum árum þegar hún dvaldi á Ítalíu. 

Betu og stráknum leist vel á hvort annað þegar þau hittust fyrir tilviljun í borginni og vörðu deginum saman. Hann gaf henni ís, sem hún reyndar missti ofan í vatn. Beta ætlaði rétt að skreppa í nálæga búð og bað drenginn að bíða eftir sér sem hann gerði sannarlega. En þá tóku örlögin í taumana, Beta týndist og fann strákinn aldrei aftur.

Nú, öllum þessum árum síðar, er aldrei að vita nema þessi löngu horfni prins skjóti upp kollinum og sjái íslensku dísina aftur á stóra sviðinu í Eurovision. Hver veit nema hann splæsi í annan ís handa henni? 

Beta segir söguna í myndskeiðinu hér að ofan og systkinin styðja hana að sjálfsögðu heilshugar í leitinni að ítalska gæjanum. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Ánægð að koma vænghafi og skammdegisskuggum að

Menningarefni

Smáatriði hjá Systrum sem þarf að tímasetja upp á hár

Menningarefni

Systurnar þöglar um trans fána í útsendingunni