Líf og fjör í miðbænum

Mynd: Hjalti Haraldsson / RÚV

Líf og fjör í miðbænum

07.05.2022 - 16:23

Höfundar

Borgarsögusafnið bauð borgarbúum til götuhátíðar í Aðalstræti í dag í tilefni nýrrar sýningar sem rekur sögu byggðar í Reykjavík frá landnámi til samtímans.

Sýningin teygir sig frá Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 yfir í elsta hús Kvosarinnar, Aðalstræti 10. Félagar í lúðrasveitinni Svani léku ættjarðarlög og leikarar í götuleikhúsi klæddust fötum frá fyrri tíð. Dansarar sýndu Lindyhopp á Ingólfstorgi.