Zelensky ávarpar Alþingi í dag

06.05.2022 - 10:01
epa09927000 Ukranian President Volodymyr Zelensky appears on screen to address people at the City Hall Square in Copenhagen, Denmark, 04 May 2022. The event marking the 04 May anniversary of the Nordic country's liberation at the end of the Second World War, was organized by JP/Politiken Media Group.  EPA-EFE/LISELOTTE SABROE  DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina klukkan 14 í dag í gegnum fjarfundabúnað. Sérstök athöfn verður af þessu tilefni í þingsal Alþingis og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu í sjónvarpi og á vef.

Þetta verður í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis.

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, stýrir athöfninni. Hann flytur ávarp og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mælir nokkur orð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar áður en Zelensky tekur til máls. Að loknu ávarpi Zelensky ávarpar forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forseta Úkraínu.