Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Undirrita viljayfirlýsingu um þjóðarhöll

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Undirrita viljayfirlýsingu um þjóðarhöll

06.05.2022 - 08:30
Menntamálaráðherra, forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík undirrita í dag viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Skrifað verður undir utandyra í Laugardalnum. Fyrir þremur vikum fór Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðs karla í handbolta, afar hörðum orðum um stjórnvöld og sagði það þjóðarskömm að ekki sé til þjóðarhöll.

Landsliðið hefur þurft að leika heimaleiki í íþróttahöll Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði því ekki er til þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur. Borgarstjóri hefur sagt frá því að borgin hafi þegar tekið frá tvo milljarða til hallarinnar en bíði svars ráðherra.

Kjarninn sagði frá því í fyrradag að ríki og borg hefðu komist að niðurstöðu um hvort þjóðarhöll rísi í Laugardal. Fréttastofa bar þetta undir aðstoðarmann menntamálaráðherra sama dag sem kannaðist ekki við að niðurstaða lægi fyrir í málinu. En nú liggur fyrir samkomulag því klukkan 15.30 verður viljayfirlýsingin undirrituð.

Tengdar fréttir

Innlent

Kannast ekki við að niðurstaða liggi fyrir

Íþróttir

Ítrekar vilja stjórnvalda um þjóðarhöll

Sveitarfélög

Stefnir í slag um þjóðarhöllina

Innlent

„Ekki lengur kátt í Höllinni“