BSÍ – Jelly Belly
Hljómsveitin BSÍ, sem nýlega fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta rokklagið, sendi frá sér í lok apríl stafrænu smáskífuna Relax, blabla sem inniheldur lögin Jelly Belly og New Moon.
Hljómsveitin BSÍ, sem nýlega fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta rokklagið, sendi frá sér í lok apríl stafrænu smáskífuna Relax, blabla sem inniheldur lögin Jelly Belly og New Moon.
Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar hefur sent frá sér lagið Brenndur þar sem hann lítur um öxl, svekktur með sjálfan sig og framkomu sína á erfiðu tímabíli í lífi sínu. Lagið og textinn er eftir Júlí Heiðar Halldórsson sem syngur og spilar á píanó. Fannar Freyr Magnússon spilar á trommuheila, gítar og bassa en Eva Hauksdóttir spilar á fiðlu.
Bjartmar Guðlaugsson og hljómsveitin Bergrisarnir eru enn að vinna að annarri plötu sinni en hafa sent þriðja lagið af henni út í himinhvolfið til að minna á sig. Lagið sem varð fyrir valinu er lagið Ljós en slagarinn Á ekki eitt einasta orð sló heldur betur í gegn.
Nú erum við mætt til Færeyja og lagið Træ er nýjasta smáskífa af nýrri plötu Guðríðar Hansdóttur sem heitir Gult myrkur. Lagið er dúett með færeysku söngkonunni Eivør sem var tekið upp á Íslandi og í Færeyjum af pródúsernum Janus Rasmussen úr Kiasmos.
Við erum enn í Færeyjum og hittum fyrir knattspyrnumanninn og söngvarann Tormóð Petursson Djurhus sem spilar með Havnar Bóltfelag auk þess að syngja og leika fyrir okkur lagið We Both Know.
Tónlistarmaðurinn Birgir Jakob Hansen hefur sent frá sér lag sem hann syngur og spilar á rafgítar. Sölvi Steinn Jónsson á trommur, Snævar Örn Jónsson á bassa, Gunnar Benediktsson á rafgítar og Orri Starrason á hljóðgervil aðstoða hann við flutninginn.
Rapparinn Orðljótur var að senda frá sér lagið Bylting, sem hann semur og rappar en það er Róbert Orri sem gerir taktinn. Orðljótur er óhræddur við að vera persónulegur og lagið Bylting fjallar um heilbrigðiskerfið hér á landi sem að sögn Orðljóts er í miklu rugli.