Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Tan vill byggja Four Seasons lúxushótel við Skálafell

05.05.2022 - 22:01
epa04005611 Cardiff City's owner Vincent Tan (L) and Ole Gunnar Solskjaer (C), manager of Norwegian club Molde, are seen in the director's box before the English Premier League soccer match between Arsenal and Cardiff City at the Emirates Stadium in London, Britain, 01 January 2014.  EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA https://www.epa.eu/downloads/DataCo-TCs.pdf
 Mynd: FACUNDO ARRIZABALAGA - EPA
Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan hefur hug á því að byggja fimm stjörnu hótel undir merkjum Four Seasons við skíðasvæðið í Skálafelli. Tan er fyrrverandi eigandi knattspyrnufélagsins Cardiff auk þess að eiga meirihluta í hótelkeðju Icelandair.

Frá þessu er greint í fundargerð borgarráðs, en þau hafa ekki undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu hótelsins.

Fyrirtækið sem fer fyrir verkefninu heitir Barjaya Land Berhad og rekur í gegnum dótturfélög sín fasteignaþróunar- og fasteignafélalög auk hótela og annarri gistiþjónustu.

Sóttist áður eftir byggingu hótels á Miðbakkanum

Áherslu á að leggja á kyrrð, heilsu og útivist og gert er ráð fyrir að á hótelinu yrði heilsulind og baðlón. „Um yrði að ræða mikla fjárfestingu og fjölmennan vinnustað“ segir í fundargerð borgarráðs.

Eigandi fyrirtækisins hefur þegar keypt þrjá fjórðu í Icelandair hotels og hefur áður falast eftir að fá að byggja fimm stjörnu Four Seasons hótel á Miðbakkanum í Reykjavík en því var hafnað.