Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

87.048 skotvopn skráð hér á landi

epa06746755 An assortment of hand guns and rifles handed in during the Federal Government Gun Amnesty in 2017 on display as the NSW Government announced a state gun amnesty in Sydney, New South Wales (NSW), Australia, 16 May 2018 (issued 18 May 2018). Following the success of the Federal Government gun amnesty in 2017 the NSW Government will conduct a state wide gun amnesty beginning from 01 July 2018.  EPA-EFE/DEAN LEWINS  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: epa
Þann fyrsta janúar á þessu ári voru 76.680 skotvopn skráð í notkun 36.548 eigenda hér á landi. Þegar óvirk, förguð, týnd, haldlögð og útflutt skotvopn eru meðtalin, auk skotvopna lögreglu og lagerar verslana eru skráð skotvopn þó 87.048.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanni Pírata, um skotvopnaeign, innflutning skotvopna og framleiðslu.

Frá árinu 2012 til 2016 var fjöldi innfluttra vopna á bilinu 1.300 til 1.500 á ári en frá árinu 2017 hafa verið flutt inn 2.200 til 2.600 skotvopn á ári. 

Karlar eru skráðir eigendur flestra innfluttra skotvopna, en á tímabilinu 2012 til 2021 voru á bilinu 22 til 69 konur skráðar eigendur innfluttra skotvopna á ári og eru þær um 3–4% af heildarfjölda skráðra eigenda vopna.

Tuttugu einstaklingar eiga samtals 2.052 vopn

Þeir tuttugu einstaklingar sem eiga flest skotvopn eru nítján karlar og ein kona. Samanlagt eiga þau 2.052 vopn, eða að meðaltali 103 vopn hvert.

Í fyrirspurninni spyr Andrés Ingi hversu mörg vopn lögregla hefur haldlagt sem framleidd voru með þrívíddarprentun. Kemur þar fram að svarið sé eitt.

„Tilurð þessa eina vopns er til rannsóknar. Grunsemdir eru uppi um að slík vopn hafi verið framleidd á Íslandi en þess ber að geta að fæstir þrívíddarprentarar ráða við framleiðslu slíkra muna,“ segir í svarinu.

rebekkali's picture
Rebekka Líf Ingadóttir
Fréttastofa RÚV