Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Guterres hvetur Ísraela og Palestínumenn til stillingar

epa08964976 A still image obtained from a live video feed by the World Economic Forum (WEF) shows Secretary-General of the United Nations Antonio Guterres as he delivers Special Address during a virtual meeting of the World Economic Forum, 25 January 2021. The World Economic Forum (WEF) was scheduled to take place in Davos. Due to the Coronavirus outbreak, it will be held online in a digital format from January, 25-29.  EPA-EFE/PASCAL BITZ / WEF HANDOUT MANDATORY CREDIT / HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - WORLD ECONOMIC FORUM
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddi símleiðis bæði við forsætisráðherra Ísraels og forseta Palestínu um mikilvægi þess að draga úr þeirri vaxandi spennu sem ríkir í Jerúsalem. Guterres heldur til Moskvu og Kyiv þegar eftir helgina.

Í yfirlýsingu að símtölunum loknum var greint frá því að Guterres hefði lagt að Mahmoud Abbas, forseta Palestínu og Naftali Bennett forsætisráðherra Ísraels til að finna leiðir til að minnka spennuna og koma á tvíhliða viðræðum svo endurheimta megi frið. 

Þeim bæri báðum að láta af einhliða aðgerðum og beitingu ofbeldis. Undanfarna viku hafa átök blossað upp við Al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem sem gyðingar jafnt og múslimar sjá sem mikinn helgistað.

Á þriðja hundrað manns hefur særst í átökunum umhverfis moskuna en fjöldi fólks hefur fallið hrinu mannvíga og ofbeldis sem skekið hefur Ísrael og Vesturbakkann síðustu vikur.

Eldflaugaárásum Palestínumanna frá Gaza á miðvikudag og fimmtudag svöruðu Ísraelar með loftárásum. Guterres lagði í samtali sínu við leiðtogana afar þunga áherslu á mikilvægi þess að viðhalda friði á helgum stöðum og virða hann. 

Friðarferð til Moskvu og Kyiv

Guterres heldur til fundar við Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta á mánudag. Tyrkir hafa haft milligöngu um friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna.

Frá Tyrklandi heldur Guterres til Moskvu þar sem hann ætlar að ræða leiðir til að binda enda á innrásina í Úkraínu við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Á fimmtudaginn er förinni svo heitið til fundar við Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu í Kyiv. Hann hefur gagnrýnt forgangsröðun Guterres með þeim orðum að Úkraína hefði átt að vera fyrsti viðkomustaður hans.