Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Snjómokstur meira en tvöfalt dýrari en síðasta vetur

23.04.2022 - 08:15
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Kostnaður við snjómokstur og hálkuvarnir í Reykjavík frá því í október fór yfir einn milljarð króna. Í fyrravetur var kostnaðurinn 638 milljónir.

Snjómokstur og hálkuvarnir kostuðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tvisvar til fjórum sinnum meira í vetur en veturinn á undan enda var nýliðinn vetur óvenju snjóþungur. 

Í Kópavogi var kostnaður við snjómokstur og hálkuvarnir frá því í október 240 milljónir, en veturinn á undan var hann um 118 milljónir.  

Hafnarfjörður greiddi 160 milljónir, um 130 milljónum meira en síðasta vetur, þegar kostnaðurinn var aðeins um 38 milljónir. 

Kostnaðurinn var rúmlega 205 milljónir í Garðabæ í vetur, en 83 milljónir veturinn á undan. 

Þá kostuðu snjómokstur og hálkuvarnir um 84 milljónir í Mosfellsbæ, helmingi meira en veturinn áður þegar kostnaðurinn var tæplega 42 milljónir. 

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV