Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Japanska strandgæslan leitar að fólki af farþegabáti

23.04.2022 - 23:55
Erlent · Asía · ferðamenn · Japan · Leit · Siglingar · Sjóslys · Strandgæsla
epa09903798 An undated photo released by Jiji Press on 23 April 2022 and taken from the operator Shiretoko Tour Boat's website shows the sightseeing boat 'Kazu I' in the Hokkaido prefecture, northern Japan. On 23 April 2022, the tourist boat 'Kazu I' with 26 people onboard said it was taking on water off the coast of the Shiretoko Peninsula in Hokkaido. The Japan Coast Guard sent an helicopter and ships for rescue operations but are still searching for the 'Kazu I'.  EPA-EFE/Shiretoko Tour Boat JAPAN OUT EDITORIAL USE ONLY/  NO ARCHIVES
 Mynd: EPA-EFE - JIJI PRESS
Japanska strandgæslan hefur fundið fjóra af þeim 26 sem saknað var eftir að farþegabátur sökk undan ströndum Hokkaídó næststærstu eyjar Japans. Ekki hefur fengist staðfest hvort fólkið var á lífi þegar það fannst.

Áhöfn bátsins tilkynnti um miðjan dag að leki væri kominn að bátnum og að hann væri við það að sökkva. Skömmu síðar slitnaði allt fjarskiptasamband við bátinn.

Talið er að báturinn hafi verið á skoðunarferð á hafinu umhverfis Shiretoko-skaga með 24 farþega, þar af tvö börn auk tveggja manna áhafnar. Nokkuð þungt hafði verið í sjóinn og sjómenn á svæðinu höfðu snúið til hafnar fyrr um daginn.

Áhöfnin greindi frá því að allir um borð bæru björgunarvesti en hitastig hafsins við Shiretoko getur farið undir frostmark þegar kvölda tekur.

Strandgæslan sendi þegar í stað fimm varðbáta og tvær flugvélar af stað til leitar auk þess sem beðið var um aðstoð frá björgunarsveitum á svæðinu. Leit stendur enn yfir. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV