Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Þýskur maður ákærður vegna hvarfs Madeleine McCann

21.04.2022 - 22:28
epa05936969 (FILE) -  An undated file handout videograb photograph made available by Real Madrid TV showing missing British girl Madeleine McCann, who was allegedy abducted 03 May 2007 from the resort apartment where she was on vacation with her family in
Madeleine McCann. Mynd: EPA - Real Madrid TV
Karlmaður hefur verið ákærður í Þýskalandi að beiðni portúgalskra yfirvalda í tengslum við hvarf Madeleine McCann. Hún var þriggja ára þegar hún hvarf, 3. maí 2007, á ferðalagi með foreldrum sínum í Praia da Luz.

Hálffimmtugur þýskur karlmaður hefur verið undir smásjá lögreglu frá 2020. Árið áður var hann sakfelldur fyrir að nauðga bandarískri konu á áttræðisaldri í Praia de Luz árið 2005.

Lögregla í Þýskalandi telur miklar líkur á að maðurinn hafi orðið Madeleine að bana. Hún átti örfáa daga í að verða fjögurra ára daginn sem hún hvarf.

Maðurinn var á ferðalagi um Portúgal í húsbíl þegar Madeleine hvarf. Hann hefur sætt rannsókn vegna fjölda kynferðisbrotamála. Afar viðamiklar rannsóknir hafa staðið yfir á hvarfi Madeleine frá því að hún hvarf en hún hefur ekki fundist enn.