Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Navalní hvetur Frakka til að kjósa Macron

epa08980966 A handout photo made available by Moscow's Citiy Court Press Service shows Russian opposition leader Alexei Navalny (L) standing in the glass cage during a hearing in the Moscow City Court in Moscow, Russia, 02 February 2021. The Moscow City Court will consider on 02 February 2021 the requirement of the Federal Penitentiary Service to replace Alexei Navalny's suspended sentence with a real one. Opposition leader Alexei Navalny was detained after his arrival to Moscow from Germany on 17 January 2021. A Moscow judge on 18 January ruled that he will remain in custody for 30 days following his airport arrest.  EPA-EFE/MOSCOW CITY COURT PRESS SERVICE HANDOUT MANDATORY CREDIT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES  EPA-EFE/MOSCOW CITY COURT PRESS SERVICE HANDOUT MANDATORY CREDIT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Alexei Navalny í dómssal í dag. Mynd: EPA
Alexei Navalní, helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hvetur franska kjósendur til að kjósa Emmanuel Macron, sitjandi forseta, þegar þeir ganga að kjörborðinu á sunnudag.

Valið stendur milli Macrons og þjóðernissinnans Marine Le Pen. Í færslu á Twitter sakar Navalní Le Pen um að hafa þegið níu milljónir evra að láni frá Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Le Pen hefur þótt höll undir Rússlandsforseta. Í kosningabaráttunni hefur hún meðal annars talað um mikilvægi þess að halda góðum tengslum við Rússa til að koma í veg fyrir að þeir síðarnefndu snúist á sveif með Kínverjum gegn Vesturlöndum.

Navalní hefur verið á bak við lás og slá í Rússlandi frá því í janúar í fyrra en hann afplánar níu ára dóm fyrir fjárdrátt – dóm sem mannréttindasamtök hafa kallað sýndarréttarhöld.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV