Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Sjö COVID-sjúklingar til viðbótar látnir í Sjanghæ

epa09895761 People rest in a temporary hospital for Covid-positive people in Shanghai, China, 18 April 2022.  On 18 April 2022, there were 3 deaths reported in Shanghai city, 2.417 new locally transmitted COVID-19 cases and 19.831 local asymptomatic infections, and new local fatalities, according to the Shanghai Health Commission. The deaths were unvaccinated people aged between 89 and 91. On 1 April 2022, the city went into the general lockdown for 4 days. Those 4 days turned into 18 days and counting. Some of the residential buildings got released. However, the majority is still locked. Most delivery services are blocked off, leading people to fight against hunger with lack of possibility to buy groceries, and get medical care for non-Covid related diseases.  EPA-EFE/SHAN SHI CHINA OUT
Bráðabirgðasjúkrahús fyrir sjúklinga með COVID-19 í Sjanghæ Mynd: EPA-EFE - FEATURECHINA
Kínversk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í morgun andlát sjö COVID-19-sjúklinga í milljónaborginni Sjanghæ síðasta sólarhringinn. Í gær var greint frá þremur slíkum dauðsföllum í borginni, þeim fyrstu í Sjanghæ frá því að bylgja omíkron-afbrigðis veirunnar skall á Kína. Áður hafði verið greint frá tveimur COVID-19 tengdum dauðsföllum í norðanverðu Kína í mars, þeim fyrstu í landinu, utan Hong Kong, í rúmt ár.

 

Sjanghæ hefur verið nánast lömuð síðustu vikur vegna strangs útgöngubanns, sem gripið var til þegar smitum tók að fjölga í borginni. Kína hefur viðhaft svokallaða núll-stefnu gagnvart farsóttinni, sem gengur í stuttu máli út á að grípa til róttækra sóttvarnaaðgerða á borð við útgöngubann, lokanir og ferðabann, hvar sem veiran skýtur upp kollinum. Gildir þá einu hvort um er að ræða smáþorp í dreifbýli eða milljónaborgir eins og Sjanghæ.

Efast um kínverska COVID-tölfræði

Vestrænir sérfræðingar hafa lýst efasemdum um áreiðanleika kínverskrar COVID-tölfræði, einkum eftir tilkomu omíkron-afbrigðisins. Í frétt AFP er bent á að í Hong Kong hafi yfir 9.000 COVID-sjúklingar látist af þeim 1.180.000 sem hafa greinst með veiruna þar í borg síðan omíkron lét fyrst á sér kræla í janúar.

Yfirvöld í Sjanghæ hafa greint frá því að innan við tveir þriðju hlutar borgaarbúa yfir sextugu séu fullbólusettir og tæplega fjörutíu prósent fengið örvunarskammt. Samkvæmt tilkynningu heilbrigðisyfirvalda voru hin sjö látnu sem greint var frá í morgun á aldrinum 60 - 101 árs, öll óbólusett og öll með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Segja yfirvöld jafnframt að bein dánarorsök þeirra hafi verið hinir undirliggjandi sjúkdómar, fremur en COVID-19.