Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Ísraelar gerðu loftárás á Gasa í nótt

epa09895573 A handout photo made available by Iranian Army office  shows fighter jets fly over the shrine of late supreme leader Ayatollah Ruhollah Khomeini during celebrations marking the annual National Army Day in Tehran, Iran, 18 April 2022. Iranian President Ebrahim Raisi said in his speech that if Israel did the tiniest move against Iran it will be targeted by Iranian armed forces.  EPA-EFE/IRANIAN ARMY OFFICE HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - IRANIAN ARMY OFFICE
Ísraelsher gerði í nótt loftárásir á Gasaborg. Eru árásirnar sagðar svar við eldflaugarskoti frá Gasa yfir á Ísraelskt yfirráðasvæði í gær, mánudag. AFP-fréttastofan hefur eftir sjónarvottum og talsmönnum Hamas að ísraelskar herþotur hafi ráðist gegn byggingum sunnarlega á Gasaströnd og Hamasmenn segjast hafa skotið á vélarnar.

Eldflaugarskot gærdagsins var það fyrsta frá Gasa um margra mánaða skeið. Flaugin var skotin niður áður en hún vann nokkuð tjón og engar fregnir hafa borist af manntjóni eða slysum á fólki í Gasa. Ísraelsher segir skotmark sitt hafa verið vopnaverksmiðju Hamas sunnarlega á Gasaströndinni.

Mikil spenna hefur verið í Ísrael og á Vesturbakkanum að undanförnu. 35 manns hafa verið drepin í blóðugum vígaferlum í Jerúsalem og á Vesturbakkanum síðustu vikur; 21 Palestínumaður, 12 Ísraelar og tveir Úkraínumenn. Þá kom til harðra og fjölmennra átaka mótmælenda og öryggissveita við Al-Aqsa moskuna í Jerúsalem á föstudaginn langa. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í dag til að ræða ástandið í Jerúsalem.