Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Öryggisráðið fundar vegna átaka í Jerúsalem

epa09891513 Israeli soldiers fire tear gas at Palestinians during clashes in the village of Beita near the West Bank city of Nablus, 15 April 2022. According to Palestinian medical sources, 20 Palestinians were wounded during the clashes.  EPA-EFE/ALAA BADARNEH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á morgun til þess að ræða ástandið í Jerúsalem, þar sem hörð átök geisuðu um helgina.

Minnst 170 særðust, en átökin áttu sér stað milli Palestínumanna og ísraelskra öryggissveita við al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem.

Átökin eru framhald af ofbeldisverkum síðustu vikna á Vesturbakkanum, þar sem minnst 36 hafa látist. Er þetta blóðugasta ofbeldishrinan af þessum toga um árabil, segir í frétt BBC. 

Flokkur Araba á ísraelska þinginu hefur ákveðið að hætta þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfinu í landinu, að minnsta kosti tímabundið, vegna átakanna. Það þýðir að ríkisstjórn Naftalis Bennett forsætisráðherra stendur afar tæpt, og ef stjórnarandstaðan nær vantrausti á stjórnina gæti það leitt til fimmtu þingkosninganna á fjórum árum.