Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Saka Le Pen um fjárdrátt

epa09890152 French far-right Rassemblement National (RN) party candidate for the French presidential election Marine Le Pen holds a campaign rally in Avignon, France, 14 April 2022. The second round of the French presidential election will take place on 24 April 2022 with Le Pen running in a face-off against incumbent French President and candidate for re-election Emmanuel Macron.  EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stofnun Evrópusambandsins gegn fjársvikum hefur sakað franska forsetaframbjóðandann Marine Le Pen um að hafa dregið að sér alls 137 þúsund Evrur á meðan hún var Evrópuþingmaður. Franski miðillinn Mediapart greindi frá þessu í kvöld.

Le Pen mætir Emmanuel Macron Frakklandsforseta í seinni umferð frönsku forsetakosninganna næstu helgi, en þau fengu flest atkvæði í fyrri umferðinni. Þar fékk Macron 27,8 prósent atkvæða, Le Pen 23,1 prósent og Jean-Luc Mélenchon 22 prósent.

Macron mælist nú með á bilinu fjögurra til tíu prósentustiga forskot í allflestum skoðanakönnunum fyrir seinni umferð kosninganna.

Franski miðillinn Mediapart birti útdrátt úr nýrri skýrslu stofnunarinnar, en skýrslan fjallar um þau útgjöld sem Evrópuþingmenn geta fengið endurgreitt. Þar er Le Pen sökuð um að hafa nýtt peningana til þess að fjármagna pólitískt starf heima fyrir og persónulega neyslu.

Þar að auki eru faðir hennar, Jean-Marie Le Pen, fyrrverandi makinn hennar, Louis Aliot, og fyrrverandi Evrópuþingmaðurinn Bruno Gollnisch sakaðir um fjárdrátt.

Rodolphe Bosselut, lögmaður Le Pen, segir tímasetningu ásakananna vekja miklar efasemdir. Þá hafnaði hann alfarið ásökununum

Þórgnýr Einar Albertsson