Uppblásna íþróttahúsið í Hveragerði, Hamarshöllin, eyðilagðist í óveðri fyrir tæpum tveimur mánuðum. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti í fyrradag að reist yrði að nýju sams konar íþróttahús.
Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar, sagði í Facebook-færslu að hann hann væri stoltur af þessari ákvörðun Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Hún tryggði að íþróttastarf væri komið í samt horf næsta haust.