Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

761 Úkraínumaður hefur sótt um alþjóðlega vernd

Refugees return to Ukraine from the border crossing in Medyka, southeastern Poland, Thursday, March 31, 2022. The talks between Ukraine and Russia will resume on Friday as NATO Secretary-General says Russia does not appear to be scaling back its military operations in Ukraine but is instead redeploying forces to the eastern Donbas region. (AP Photo/Sergei Grits)
Þúsundir íbúa í austurhéruðum Úkraínu eru lagðar á flótta. Mynd: AP
Alls hefur 761 Úkraínumaður sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra.

„Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum sóttu 1.186 einstaklingar um alþjóðlega vernd á Íslandi á tímabilinu frá og með 01.01.22. til og með 15.04.22. Fjölmennasta þjóðernið voru einstaklingar með tengsl við Úkraínu, 761 einstaklingar, en þar á eftir 250 einstaklingar með tengsl við Venesúela en umsækjendur um alþjóðlega vernd frá áramótum skiptust á alls 33 ríkisföng,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Þá hafa 36 frá Palestínu sótt um alþjóðlega vernd, 15 frá Hondúras og jafnmargir frá Sýrlandi, 13 frá Írak, 10 frá Afganistan og 10 sömuleiðis frá Jemen.

Þórgnýr Einar Albertsson