Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Tvö af hverjum þremur úkraínskum börnum á flótta

FILE - Vlad, 6, drinks milk next to his father Ivan, 40, at a donated food distribution stand in Bucha, in the outskirts of Kyiv, Ukraine, Saturday, April 9, 2022. Vlad's mother died last month when the family was forced to shelter in a basement during the occupation by the Russian army. The family still doesn't know what illness caused her death. (AP Photo/Rodrigo Abd, File)
 Mynd: AP
Um 4,8 milljónir barna í Úkraínu hafa neyðst til að flýja heimili sín frá því að innrás rússneska hersins hófst. Það eru hátt í tvö af hverjum þremur úkraínskum börnum, að sögn barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Manuel Fontaine, yfirmaður bráðaaðgerða hjá barnahjálpinni UNICEF, gerði öryggisráði Sameinuðu þjóðanna grein fyrir ástandinu í dag. Á síðustu sex vikum sagði hann að börnin hafi þurft að kveðja heimili sín, skólana og í mörgum tilvikum sína nánustu. Með öllu væri óvíst hvað biði þeirra. Börn sem hafa orðið viðskila við foreldra sína sagði hann eiga á hættu að verða beitt ofbeldi, verða misnotuð eða seld mansali. Fontaine sagði að fyrir lægju staðfestar upplýsingar um að 142 börn hefðu dáið af völdum stríðsins. Þau hefðu ýmist lent í skothríðinni eða orðið fyrir sprengjum. Líkast til væru fórnarlömbin mun fleiri. 

Manuel Fontaine bætti því við að af þeim 3,4 milljónum barna sem enn eru heima biðu einnig hættur. Matarskortur vofði yfir helmingi hópsins og einnig stafaði börnunum hætta af ósprungnum sprengjum á jörðinni. Hann sagði að úkraínsku börnin héldu áfram að þjást hvern dag sem stríðið dregst á langinn. Tími væri kominn til að enda það. Börnin mættu ekki við því að bíða lengur. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV